Hugbúnaðarfyrirtækið Parka tvöfaldaði tekjur sínar milli áranna 2022 og 2023. Fyrirtækið velti rétt tæpum 230 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 111 milljónir króna árið á undan. Á síðasta ári var rekstrarafkoma fyrirtækisins jákvæð um…
Þorsteinn Guðjónsson og Ægir Finnsson framkvæmdastjórar Parka. Fyrirtækið tvöfaldaði tekjur sínar á síðasta ári samhliða því að skerpa á áherslum.
Þorsteinn Guðjónsson og Ægir Finnsson framkvæmdastjórar Parka. Fyrirtækið tvöfaldaði tekjur sínar á síðasta ári samhliða því að skerpa á áherslum. — Morgunblaðið/Eggert

Hugbúnaðarfyrirtækið Parka tvöfaldaði tekjur sínar milli áranna 2022 og 2023. Fyrirtækið velti rétt tæpum 230 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 111 milljónir króna árið á undan. Á síðasta ári var rekstrarafkoma fyrirtækisins jákvæð um tæpar 15 milljónir króna en neikvæð um 37 milljónir króna árið þar á undan.

Þorsteinn Guðjónsson, annar af tveimur framkvæmdastjórum Parka segir að fyrirtækið hafi skerpt á áherslum sínum á síðasta ári og þrengt fókusinn. Hann segir að mikil stefnubreyting hafi átt sér stað hjá fyrirtækinu.

„Það má segja að við höfum mótað nýja framtíðarsýn fyrir fyrirtækið. Parka var stofnað árið 2016 og við höfum hingað til verið með mörg verkefni í gangi og mörg járn í eldinum. Við settum fókusinn á bílastæðalausnina okkar og biðum með að þróa aðrar lausnir á meðan. Þar sáum við ákveðin tækifæri sem hafa verið

...