Svartur á leik.
Svartur á leik.

1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. c3 c6 4. Bf4 Bf5 5. Rbd2 h6 6. e3 e6 7. Db3 Db6 8. Be2 Be7 9. 0-0 0-0 10. Hfc1 Rbd7 11. c4 Rh5 12. Be5 Rhf6 13. h3 Rxe5 14. Rxe5 Hfd8 15. Bd3 Bxd3 16. Rxd3 Re4 17. Dc2 Rxd2 18. Dxd2 c5 19. dxc5 Da6 20. De2 dxc4 21. Rb4 Db5 22. Dxc4

Staðan kom upp á heimsmeistaramóti 20 ára og yngri í opnum flokki sem fram fór í höfuðborg Mexíkó haustið 2023. Argentínumaðurinn Juan Martin Ibarra (2.219) hafði svart gegn alþjóðlega meistaranum Samir Sahidi (2.476) frá Slóvakíu. 22. … Hd1+! og hvítur gafst upp enda liðstap óumflýjanlegt, bæði eftir 23. Kh2 Dxc4 og 23. Hxd1 Dxc4. Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hefst í kvöld í húsakynnum félagsins. Skákæfingar Fjölnis hefjast á ný á morgun, fimmtudaginn 5. september. Sem fyrr fara þær æfingar fram í Rimaskóla frá kl. 16.30-18.10, sjá nánar á skak.is.