Heimildarmyndin Subotnick – Portrait of an Electronic Music Pioneer, í leikstjórn Roberts Fantinattos, verður sýnd í Bíó Paradís í kvöld, 4. september, klukkan 21
Morton Subotnick
Morton Subotnick

Heimildarmyndin Subotnick – Portrait of an Electronic Music Pioneer, í leikstjórn Roberts Fantinattos, verður sýnd í Bíó Paradís í kvöld, 4. september, klukkan 21. Myndin fjallar um Morton Subotnick sem er einn frumkvöðla þróunar raftónlistar og margmiðlunarflutnings. Verk hans Silver Apples of the Moon er orðið að nútímaklassík og var nýlega ritað í landskrá hljóðverka á bókasafni Bandaríkjaþings. Umræður verða eftir sýningu auk þess sem Jóhann Eiríksson (Reptilicus) og Orang Volante verða með lifandi rafspuna. Sýningin er hluti af hátíðinni Extreme Chill.