Hvað sem mönnum kann að finnast upp upprunaflutning, þá er alveg ljóst að skólinn hefur orðið til þess að fjölmörg eldri verk og jafnvel tónskáld hafa verið „uppgötvuð“ á nýjan leik.
Hljómsveitarstjóri Spænski hljómsveitarstjórinn, tónskáldið og hljóðfæraleikarinn Jordi Savall er meðal þeirra sem komu upprunastefnunni á kortið.
Hljómsveitarstjóri Spænski hljómsveitarstjórinn, tónskáldið og hljóðfæraleikarinn Jordi Savall er meðal þeirra sem komu upprunastefnunni á kortið. — Ljósmynd/David-Ignaszewski, alia-vox.com

Tónlist

Magnús Lyngdal

Magnússon

Enska hugtakið Historically Informed Performances (eða HIP) hefur verið þýtt sem „upprunastefna“. Bein þýðing væri „sögulega upplýstur flutningur“ en hitt heitið er betra og hefur raunar verið sammælst um það. Í sem stystu máli gengur stefnan (eða skólinn) út á þá aðferðafræði að flytja klassíska tónlist því sem næst í þeim búningi sem hún hljómaði á dögum viðkomandi tónskálds.

Upphaflega gekk upprunastefnan aðallega út á flutning tónlistar frá miðöldum (500-1400), endurreisnartímabilinu (1400-1600) og barokktímabilinu (1600-1750). Öll mörk í tónlistarsögunni – og raunar mannkynssögunni allri – eru hins vegar býsna óskýr. Okkur til hægðarauka er henni þó skipt niður í gróf tímabil. Eftir að hafa verið

...