Í stað auðmýktar og eftirsjár urðu viðbrögð starfsmanna Samgöngustofu vart skýrð á annan veg en sem hroki og hefndaraðgerðir.
Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson

Sigurður Þorsteinsson

Góður hópur aðila, eigendur einkaflugvéla, smábáta, bæði skemmtibáta og til fiskveiða, svo og eigendur báta og skipa í rekstri í ferðaþjónustu, héldu kröftugan fund um gullhúðun varðandi innleiðingu á EES-reglugerðum, svo og aðkomu hins opinbera og framkomu gagnvart einstaklingum og meðalstórum og smáum fyrirtækjum. Þótti mörgum gestum þar að opinberir aðilar neyttu aflsmunar, og þótti í flestu þröngt fyrir dyrum.

Í þessari umræðu kom flugmaður, eigandi einkaflugvélar, með einstaklega áhugavert innlegg þar sem hann sagði frá því að Samgöngustofa hefði nýlega ætlað að svipta hann tímabundið einkaflugmannsréttindum sínum.

Starfsmenn stofnunarinnar vísuðu í EES-reglugerðir máli sínu til stuðnings. Hann tók sig til og las reglugerðirnar sem hann hafði átt að brjóta gegn og komst þá

...