Jón Pálmason, annar eigandi Eignarhaldsfélagsins Hofs, móðurfélags IKEA á Íslandi og í Eystrasaltsríkjunum, sem undirritaði fyrir helgi samkomulag um sölu á rekstri IKEA í Eistlandi, Lettlandi og Litáen til eignarhaldsfélagsins Inter IKEA Group,…
Jón Pálmason hjá Hofi, eignarhaldsfélagi IKEA á Íslandi, segir að söluandvirðið fari líkega „bara undir koddann“ eins og hann orðar það.
Jón Pálmason hjá Hofi, eignarhaldsfélagi IKEA á Íslandi, segir að söluandvirðið fari líkega „bara undir koddann“ eins og hann orðar það. — Morgunblaðið/Eggert

Jón Pálmason, annar eigandi Eignarhaldsfélagsins Hofs, móðurfélags IKEA á Íslandi og í Eystrasaltsríkjunum, sem undirritaði fyrir helgi samkomulag um sölu á rekstri IKEA í Eistlandi, Lettlandi og Litáen til eignarhaldsfélagsins Inter IKEA Group, segist afar sáttur við verðið sem fékkst í viðskiptunum.

Óhætt er að fullyrða að viðskiptin séu með þeim allra stærstu á Íslandi á síðari árum.

IKEA á Íslandi verður áfram í eigu Hofs.

Réttur tímapunktur

Spurður um ástæðu sölunnar núna segir Jón að hann og meðeigandi hans, Sigurður Gísli Pálmason, séu „bara orðnir gamlir“ eins og hann orðar það. Tímapunkturinn hafi verið réttur.

Hann segir að færri hafi fengið en viljað.

...