Uppfærður samgöngusáttmáli var til umfjöllunar í borgarstjórn Reykjavíkur í gær og voru skiptar skoðanir meðal borgarfulltrúa á stöðu mála. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði sáttmálann vera eina mestu innviðauppbyggingu Íslandssögunnar sem hefði í för með sér mikla lífskjarabót. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru ekki jafn jákvæðir í garð uppfærða sáttmálans.

Frá undirritun samgöngusáttmálans árið 2019 hefur íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um 21 þúsund og hátt í 16 þúsund bifreiðar bæst í umferðina. Er það hraðari fólksfjölgun en áætlanir gerðu ráð fyrir. Einar sagði nauðsynlegt að bregðast við þessari þróun og fjölga alvöruvalkostum í samgöngum. Telur hann langflesta í borgarstjórn sammála um að bæta þurfi almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins spurði á fundinum

...