Volodimír Selenskí Úkraínuforseti kallaði í gær eftir því að landið fengi afhent þau vestrænu loftvarnarkerfi sem landinu hefur verið lofað sem fyrst, eftir að Rússar náðu að gera eina mannskæðustu eldflaugaárás sína á landið frá upphafi innrásarinnar
Liðskönnun Khurelsukh Mongólíuforseti og Pútín Rússlandsforseti kanna hér heiðursvörðinn sem Pútín fékk.
Liðskönnun Khurelsukh Mongólíuforseti og Pútín Rússlandsforseti kanna hér heiðursvörðinn sem Pútín fékk. — AFP/Vyacheslav Prokofyev

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti kallaði í gær eftir því að landið fengi afhent þau vestrænu loftvarnarkerfi sem landinu hefur verið lofað sem fyrst, eftir að Rússar náðu að gera eina mannskæðustu eldflaugaárás sína á landið frá upphafi innrásarinnar.

Að minnsta kosti 51 maður féll og 235 særðust í gærmorgun í eldflaugaárás Rússa á borgina Poltava. Árásin beindist að herskóla, sem sérhæfir sig í fjarskipta- og upplýsingatækni fyrir Úkraínuher. Skutu Rússar tveimur eldflaugum á skólann, sem og sjúkrahús í næsta nágrenni, og mátti sjá af myndum af eftirleik árásarinnar að sjö hæða bygging var hrunin að miklu leyti eftir árásina.

Lítill viðvörunartími gafst frá því að Úkraínumenn urðu varir við eldflaugarnar og þar til þær lentu á

...