... það er fátt í starfi fyrirtækja og stofnana hér þar sem jafn mikið rúm er til umbóta eins og það hvernig ráðið er í störf.

Atvinnulíf

Andrés Jónsson

Stjórnendaráðgjafi og framkvæmdastjóri Góðra samskipta

Þegar ráðið er í áberandi störf án auglýsingar telja margir að farið hafi verið framhjá hinni eðlilegu og sanngjörnu leið. Auglýsing er hins vegar bara ein leið til að ná til mögulegra umsækjenda. Það ætti að vera eðlilegasti hlutur í heimi, hvort sem er fyrir fyrirtæki eða opinbera aðila, að leita að fólki eftir fleiri leiðum, svo sem með því að spyrjast fyrir hjá ráðningaraðilum og hjá fólki sem þekkir til hæfra einstaklinga á viðkomandi sviði.

Vandað ráðningarferli og hæfnismat (með fjölbreyttu úrtaki fólks) eru mikilvægir þættir í gæðum ráðninga. Auglýsingabirtingar eru þó ekki nauðsynlegur þáttur þó að þær geti verið ágætis sýnileiki fyrir vinnustaðinn, enda fara

...