Ása Bjarney Árnadóttir sjúkraliði fæddist í Reykjavík 31. mars 1951. Hún lést á Playa Flamenca á Spáni 5. ágúst 2024.

Hún var dóttir hjónanna Áslaugar Ólafsdóttur, ættuð frá Norðfirði, f. 17.11. 1927, d. 2.3. 1987, og Árna Bjarnasonar frá Hafnarfirði, f. 13.9. 1927, d. 15.10. 2005. Systkini Ásu eru Ruth, f. 1.9. 1949, Guðný Hildur, f. 10.8. 1952, tvíburarnir, f. 15.4. 1954, þau Haraldur og Sólrún, d. 6.1. 1984, og Árni Özur, f. 1.5. 1970. Ása ólst upp í Hafnarfirði þar sem hún starfaði og bjó alla tíð. Lengst af starfaði hún sem sjúkraliði á St. Jósefsspítala.

Ása giftist og eignaðist son með Hrafnkeli Gunnarssyni: 1) Bjarna, f. 1972, hann á einn son, Árna Sigtrygg. Hún giftist Gylfa Kjartanssyni árið 1976 og eignuðust þau saman þrjár dætur: 2) Evu Dögg, f. 1976, gift Ólafi Ara Jónssyni, eiga þau tvö börn, Hrafnhildi Ásu og Dag Ara. 3) Söndru

...