Valur og ÍBV hefja Íslandsmótið í handknattleik í kvöld þegar liðin mætast á Hlíðarenda klukkan 18.30 í fyrsta leiknum í úrvalsdeild karla. Þetta eru liðin sem enduðu í þriðja og fjórða sæti deildarinnar í fyrra, á eftir FH og Aftureldingu, og féllu …
Fyrsti Valur og ÍBV mætast í upphafsleik Íslandsmótsins í kvöld.
Fyrsti Valur og ÍBV mætast í upphafsleik Íslandsmótsins í kvöld. — Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Valur og ÍBV hefja Íslandsmótið í handknattleik í kvöld þegar liðin mætast á Hlíðarenda klukkan 18.30 í fyrsta leiknum í úrvalsdeild karla.

Þetta eru liðin sem enduðu í þriðja og fjórða sæti deildarinnar í fyrra, á eftir FH og Aftureldingu, og féllu síðan bæði út í undanúrslitunum um meistaratitilinn.

Ef marka má hina árlegu spá sem var birt á kynningarfundi deildarinnar í gær enda Valur og ÍBV aftur í þriðja og fjórða sæti í vetur, á eftir FH og Haukum.

Fyrsta umferðin heldur áfram annað kvöld þegar FH leikur við Fram, Stjarnan mætir HK og Haukar taka á móti Aftureldingu. Nýliðaslagur Fjölnis og ÍR verður í Grafarvogi á föstudagskvöld og loks mætast Grótta og KA á Seltjarnarnesi á laugardaginn.

...