Hugmyndir eru uppi um eldi á ófrjóum laxi í Fjallabyggð og er áformað að framleiðslugeta eldisins verði 20 þúsund tonn árlega, áætluð velta 26 milljarðar króna á ári og fjárfestingin 20 milljarðar í fastafjármunum og 10 milljarðar í lífmassa

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Hugmyndir eru uppi um eldi á ófrjóum laxi í Fjallabyggð og er áformað að framleiðslugeta eldisins verði 20 þúsund tonn árlega, áætluð velta 26 milljarðar króna á ári og fjárfestingin 20 milljarðar í fastafjármunum og 10 milljarðar í lífmassa.

Það er fyrirtækið Kleifar fiskeldi sem stendur að þessu verkefni, en í fyrirsvari fyrir það félag er Róbert Guðfinnsson, stofnandi Genís og einn eigenda Hólshyrnu. Einnig kemur Árni Helgason verktaki í Ólafsfirði að verkefninu, ásamt öðrum fjárfestum.

Ætlunin er að eldið verði þríþætt; seiðaeldi á Siglufirði, landeldi í Ólafsfirði og áframeldi í sjókvíum í fjörðum á Tröllaskaga. Talið er að fimm ár taki að koma eldinu á laggirnar, eftir að öll tilskilin leyfi hafa fengist.

...