Ágúst Óskarsson, íþróttakennari og kaupmaður í Mosfellsbæ, lést föstudaginn 30. ágúst, 75 ára að aldri. Ágúst fæddist á Sjúkrahúsinu á Akureyri og gekk í barnaskólann Litlu-Laugar, héraðsskólann á Laugum í Reykjadal, Gymnastikhøjskolen í Ollerup í…

Ágúst Óskarsson, íþróttakennari og kaupmaður í Mosfellsbæ, lést föstudaginn 30. ágúst, 75 ára að aldri.

Ágúst fæddist á Sjúkrahúsinu á Akureyri og gekk í barnaskólann Litlu-Laugar, héraðsskólann á Laugum í Reykjadal, Gymnastikhøjskolen í Ollerup í Danmörku 1966-67, Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni 1967-68 og Samvinnuskólann á Bifröst 1970-72.

Ágúst hneigðist snemma að íþróttum og byrjaði að kenna sund um 11 ára aldur ásamt því að þjálfa í frjálsum og í knattspyrnu. Þá sá hann um héraðsmót í frjálsum íþróttum fyrir HSÞ og UNÞ. Var hann íþróttakennari við Varmárskóla og Gagnfræðaskólann í Mosfellssveit árið 1968 og sneri aftur til starfa við kennslu í Mosfellssveit árið 1972 að námi loknu.

Árið 1976 stofnaði Ágúst fyrirtækið Á. Óskarsson og rak hann fyrirtækið samhliða kennslu. Árið 1983 hætti Ágúst kennslu og tók

...