Jón Gunnarsson
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra, segir í samtali við Morgunblaðið að hann telji að Íslendingar eigi að endurskoða aðild sína að Parísarsamningnum, „enda eigum við takmarkaða samleið með öðrum þjóðum þegar kemur að aðgerðum í loftslagsmálum“.

Samningurinn var gerður árið 2015 og gekk í gildi árið 2020 og Ísland getur sagt sig frá honum hvenær sem er. Markmiðið með samningnum var að stöðva aukningu gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu og spyrna gegn hnattrænni hlýnun, en staðreyndin er sú, eins og Jón nefnir, að Ísland stendur öðrum þjóðum framar í þessum efnum. Jón bendir á að um 80% af orkunotkun okkar komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum en þessu sé öfugt farið hjá öðrum. „Við skulum setjast til borðs með þeim þegar þau eru farin að nálgast okkur í endurnýjanlegri orku,“ bætir hann við.

...