Nú skal landið gert að ruslahaug, fyrirtæki heimsins vita að hér er allt leyfilegt. Ísland er varnarlaust gegn ágangi og úrgangi heimsins.
Stefanía Jónasdóttir
Stefanía Jónasdóttir

Stefanía Jónasdóttir

Að gefnu tilefni spyr ég: Hver á Ísland? Svarið er: Ég og þjóðin, ekki stórfyrirtæki heimsins, ekki auðmenn innlendir, ekki erlendir og ekki mammonshausar alþingis né alþingi vort. Þið hafið ekki rétt né afsal frá þjóðinni til þess að stjórna Íslandi eins og það sé ykkar einkafyrirtæki.

Guðlaugur Þór, Bjarni Ben., Ásmundur, Guðmundur Ingi, Tryggvi og allir þeir embættismenn sem taka ákvarðanir um örlög Íslands: segið af ykkur, þið eruð óhæf með öllu, þið stjórnið ekki af visku með hagsmuni lands okkar í huga, hvað þá þjóðar. Spilling, stuldur og óheiðarleiki eru ykkar ær og kýr. Þið hlustið ekki á raddir þjóðarinnar.

Í sögunni, verði hún rétt skráð, sem ég efast um, verður ykkar getið sem landráðafólks. Að búast við viðbrögðum unga fólksins til góðrar og betri ákvörðunar er

...