Fyrsta tónlistarnæring haustsins fer fram í sal Tónlistarskóla Garðabæjar í dag kl. 12.15. Þar munu Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari „blása áhorfendum kjark í brjóst í upphafi hausts með kraftmiklum sönglögum og hressandi aríum. Bjarni Thor starfar sem óperusöngvari og leikstjóri og hefur sungið við óperuhús úti um allan heim undanfarna áratugi. Ástríður Alda er einn af fremstu píanóleikurum landsins,“ segir í tilkynningu. Aðgangur er ókeypis.