„Ef atvinnustarfsemi hefst að nýju í Grindavík gæti þar aftur vaknað eitthvert líf. Í bili má þó afskrifa bæinn,“ segir Helgi Einarsson fv. skipstjóri þar í bæ. Þau Helgi og Bjarghildur Jónsdóttir kona hans þurftu eins og aðrir…
Brottflutt Hjónin Helgi Einarsson og Bjarghildur Jónsdóttir í sveitinni þar sem þau hafa dvalist síðustu mánuði. Grindavík er gærdagur lífs þeirra.
Brottflutt Hjónin Helgi Einarsson og Bjarghildur Jónsdóttir í sveitinni þar sem þau hafa dvalist síðustu mánuði. Grindavík er gærdagur lífs þeirra. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Ef atvinnustarfsemi hefst að nýju í Grindavík gæti þar aftur vaknað eitthvert líf. Í bili má þó afskrifa bæinn,“ segir Helgi Einarsson fv. skipstjóri þar í bæ. Þau Helgi og Bjarghildur Jónsdóttir kona hans þurftu eins og aðrir Grindvíkingar að hefja nýtt líf í kjölfar þess að bærinn var rýmdur í nóvember síðastliðnum. Þau hafa síðustu mánuði dvalist í sumarhúsi sínu við Hvolsvöll, en hafa nú keypt sér fasteign á Selfossi eftir að fasteignafélagið Þórkatla keypti hús þeirra í Grindavík.

„Mistökin hjá Þórkötlu voru að við sölu og afhendingu eigna þyrfti fólk að rýma húsin sín. Vegna þess veit ég að fjöldi fólks fór jafnvel með talsverðan hluta af innbúi sínu í ruslið, enda ekki í aðstöðu til að koma því neins staðar fyrir. Að sjálfsögðu eru minni líkur á því en ella að fólk snúi aftur ef húsið stendur autt,“ segir Helgi Einarsson sem telur þetta vera í mótsögn

...