„Ég er sáttur við þann stað sem við erum á í dag,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks og leikmaður ágústmánaðar hjá Morgunblaðinu. „Stigasöfnunin hefur verið góð og markatalan er flott líka
Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson var langhæstur í M-einkunnagjöf Morgunblaðsins í ágúst og er með Breiðabliki á toppi deildarinnar.
Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson var langhæstur í M-einkunnagjöf Morgunblaðsins í ágúst og er með Breiðabliki á toppi deildarinnar. — Ljósmynd/Kristinn Steinn

Bestur

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

„Ég er sáttur við þann stað sem við erum á í dag,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks og leikmaður ágústmánaðar hjá Morgunblaðinu.

„Stigasöfnunin hefur verið góð og markatalan er flott líka. Við getum ekki kvartað yfir úrslitunum upp á síðkastið eða þeim stað sem við erum á í deildinni. Ég er samt sáttastur við frammistöðu liðsins í undanförnum leikjum. Við höfum verið mjög öflugir í síðustu leikjum og við töpuðum síðast leik í deildinni júní. Við höfum gert mjög vel, gegn erfiðum andstæðingum, á erfiðum útivöllum.

Allir leikmenn liðsins hafa skilað sínu, sem og þeir sem hafa verið að koma inn af bekknum, og það er mikið gleðiefni,“ sagði Höskuldur, en

...