Kópavogsvöllur Breiðablik mætir Minsk frá Hvíta-Rússlandi í undanúrslitum 1. umferðar Meistaradeildarinnar á heimavelli sínum í kvöld.
Kópavogsvöllur Breiðablik mætir Minsk frá Hvíta-Rússlandi í undanúrslitum 1. umferðar Meistaradeildarinnar á heimavelli sínum í kvöld. — Morgunblaðið/Eyþór

Breiðablik og Valur leika í dag og kvöld fyrri leiki sína í 1. umferð Meistaradeildar kvenna í fótbolta.

Þar er leikið í fjögurra liða riðlum, með undanúrslitum og úrslitaleik og riðill Breiðabliks er leikinn á Kópavogsvellinum en Valsmenn leika í Enschede í Hollandi.

Breiðablik mætir Minsk frá Hvíta-Rússlandi á Kópavogsvelli klukkan 19 í kvöld en hin tvö liðin í riðlinum, Sporting Lissabon frá Portúgal og Eintracht Frankfurt frá Þýskalandi, mætast á sama velli klukkan 14 í dag.

Í Enschede leika Valsmenn við Ljuboten frá Norður-Makedóníu klukkan 11 og síðdegis leikur heimaliðið Twente, með Amöndu Andradóttur fyrrverandi Valskonu innanborðs, gegn Cardiff City frá Wales.

...