Magnús Máni Hafþórsson sölu- og markaðsstjóri hjá Dacoda.
Magnús Máni Hafþórsson sölu- og markaðsstjóri hjá Dacoda. — Ljósmynd/Aðsend

Hugbúnaðarfyrirtækið Dacoda er að þróa lausn sem nefnist Signital. Um er að ræða lausn sem getur breytt hvaða sjónvarpi sem er í stafrænt upplýsingaskilti. Signital er skjákerfi í skýinu þar sem notendur geta stýrt neti upplýsingaskjáa á einum stað. Notendur fá yfirlit yfir alla virka skjái og geta stýrt efninu sem birtist á hverjum og einum rafrænt í gegnum vafra.

Magnús Máni Hafþórsson sölu- og markaðsstjóri hjá Dacoda telur að um sé að ræða íslenska vöru sem sé ein sinnar tegundar hér á landi.

„Flestar skjálausnir sem eru í boði í dag krefjast fjárfestingar fyrir fyrirtæki þar sem oft þarf að fjárfesta í dýrum spilurum og hugbúnaði til þess að keyra efni á upplýsingaskiltum. Kerfið er einstakt þar sem það virkar einstaklega vel á hvaða nettengda sjónvarpi sem er,“ segir Magnús og bætir við að því sé í flestum tilfellum óþarfi

...