Pósturinn Fyrirtækið tekur nú að sér heimsendingu á áfengi.
Pósturinn Fyrirtækið tekur nú að sér heimsendingu á áfengi. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Pósturinn hefur tekið að sér að senda áfengi heim að dyrum fyrir netverslunina Smáríkið sem kom inn á markaðinn fyrir nokkrum mánuðum. Forstöðumaður hjá Póstinum segir að viðskiptavinir séu krafðir um rafræna auðkenningu þegar þeir taka við áfengissendingum.

„Veruleikinn er sá að sem stendur er hægt að kaupa áfengi á netinu. Þetta helst í hendur við breytta kauphegðun sem kallar á víðtækari þjónustu af hálfu Póstsins en áður. Við leggjum áherslu á að viðkvæmar vörur séu fluttar með rekjanlegum hætti og berist réttum kaupanda. Það er gert með því að nýta rafræna auðkenningu,“ segir Sigríður Heiðar, forstöðumaður söludeildar hjá Póstinum, í tilkynningu um samstarf fyrirtækisins við Smáríkið.

Í tilkynningunni er haft eftir Sigríði að fleiri verslanir hafi bæst í hóp þeirra sem bjóða upp á áfengi í heimsendingu. Margir velti fyrir sér auknu aðgengi

...