Tómlæti stjórnvalda um uppfræðslu grunnskólabarna er óþolandi

Morgunblaðið hefur að undanförnu fjallað mikið um menntamál og þá fyrst og fremst málefni grunnskólans. Þar hefur námsárangri hrakað ár frá ári í nær aldarfjórðung og reglulegum viðvörunum þar um hefur annaðhvort ekki verið sinnt eða með augljóslega röngum aðferðum. Með hverjum deginum hafa svo birst verri fréttir, nú síðast að læsi barna hraki stöðugt og að hluti barna þekki ekki einu sinni stafrófið í lok 1. bekkjar.

Ekki er þó unnt að bera við fjársvelti, en kennurum og öðru starfsliði hefur á þessum tíma fjölgað mun örar en nemendum. Sérstaklega er þó kvartað undan því að stjórnvöld hafa afnumið nær allar samræmdar mælingar á námsgetunni, en vilja hafa leynd um þær mælingar á frammistöðu nemenda og skóla sem þó fara fram undir merkjum PISA og OECD.

Óhætt er að segja að þessi umfjöllun blaðsins hafi fengið miklar undirtektir, enda

...