Tilmæli þýðir beiðni, það sem mælst er til. Ég hef ekki heimild til að færa mann úr vegi til að komast í mjólkurkælinn en biðji ég hann eru það tilmæli

Tilmæli þýðir beiðni, það sem mælst er til. Ég hef ekki heimild til að færa mann úr vegi til að komast í mjólkurkælinn en biðji ég hann eru það tilmæli. Fyrirmæli get ég ekki gefið honum, það þýðir skipun. Að taka ekki tilmælum þýðir að verða ekki við beiðni. Þetta er nokkur munur; enginn liðþjálfi „gefur tilmæli“.