Stjórnmálaflokkur sem neitar að feykjast líkt og lauf í vindi í leit að stundarvinsældum lætur ekki andstæðinga eða hælbíta skilgreina stefnuna.
Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

Óli Björn Kárason

„Hlutverk Sjálfstæðisflokksins er að auka frelsi en ekki opinber umsvif,“ segir í stjórnmálaályktun flokksráðsfundar Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var síðastliðinn laugardag. Tæplega 400 sjálfstæðismenn frá landinu öllu voru með skýr skilaboð: „Flokksráð ætlast til að kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vinni með skipulegum hætti að hagkvæmari nýtingu sameiginlegra fjármuna með aðhaldi, útvistun verkefna, fækkun stofnana og opinberra starfsmanna, sparnaði í stjórnsýslu, sölu opinberra fyrirtækja og fjárfestingu í stafrænni stjórnsýslu og aukinni notkun gervigreindar.“

Flokksráð undirstrikaði mikilvægi þess að ráðherrar og þingmenn flokksins nýti þau tækifæri sem felast í því að ríkisstjórnin sé undir verkstjórn og forsæti Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Forgangsverkefnið er að

...