Björn Leví Gunnarsson
Björn Leví Gunnarsson

Það er forsætisráðherra sem á að vaka yfir þessu samstarfi,“ segir fráfarandi umboðsmaður Alþingis í viðtali á Sprengisandi síðastliðinn sunnudag um það hvernig ríkisstjórnin eigi að starfa sem ein heild.

Með þessum orðum hóf umboðsmaður Alþingis umfjöllun sína á hinum ýmsu brotalömum sem eru viðvarandi á öllum stigum stjórnkerfisins. Fangelsið á Litla-Hrauni kemur ekki fanga í geðrofi inn á bráðamóttöku geðdeildar. Stuðlar koma ekki börnum inn á BUGL. Einstaklingur sem á rétt á félagslegu húsnæði fær það ekki og getur ekki leitað réttar síns. Þetta eru fyrstu dæmin sem eru tekin.

„Stjórnsýslan á ekki að vera eftirlitslaus,“ segir umboðsmaður – og eftirlitið með stofnunum landsins er hjá ráðuneytinu og ráðherra. Forsætisráðherra er sá sem á að vaka yfir því að þessi vefur ábyrgðar sé óslitinn. Umboðsmaður kvartaði yfir því að það

...

Höfundur: Björn Leví Gunnarsson