Mollee Swift, markvörður Þróttar í Reykjavík, var besti leikmaðurinn í 19. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Mollee lék mjög vel í marki Þróttara þegar liðið náði óvæntu jafntefli gegn Val á Hlíðarenda, 1:1, á föstudagskvöldið. Þróttarar voru manni færri síðasta korterið en héldu stiginu, ekki síst vegna markvörslu Mollee sem varði m.a. tvisvar mjög vel undir lokin og eins fyrr í leiknum.

Mollee er 23 ára gömul, uppalin í Nebraska-ríki í Bandaríkjunum og átti síðan mjög góðan háskólaferil með liði Louisiana State þar sem hún var aðalmarkvörður liðsins í fjögur ár og fyrirliði þess um skeið. Þar setti hún mörg met sem markvörður liðsins.

Samningsbundin áfram

Hún hóf ferilinn eftir háskóla með því að

...