Gert er ráð fyrir að bólusetningar gegn árlegri inflúensu í haust geti hafist upp úr næstu mánaðamótum. Fram kemur í tilkynningu frá sóttvarnalækni á vefsíðu Landlæknis að inflúensubóluefni verði tilbúið til afhendingar frá dreifingaraðila frá og með 1. október.

„Bóluefni sem notað verður í bólusetningum veturinn 2024-2025 samkvæmt samningum sóttvarnalæknis við Vistor er Vaxigrip Tetra, 90.000 skammtar samkvæmt samningi við útboð 2019 og viðaukasamningum 2021,“ segir í tilkynningunni.

...