Auðunn Friðrik Kristinsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar (LHG), segir slasaða eða veika sjómenn þurfa að bíða lengur eftir björgun en nauðsynlegt er þegar flugvélin TF-SIF er ekki til staðar. Morgunblaðið hefur að undanförnu fjallað um rekstur LHG.

„Við höfum verulegar áhyggjur af getu okkar til að sinna eftirliti, björgun og leit á hafi þegar við höfum ekki flugvélina. Ísland hefur gengist undir alþjóðlegar skuldbindingar en okkur reynist erfitt að uppfylla þær. Þegar við erum ekki með flugvélina getum við ekki sent þyrlurnar okkar út fyrir 150 sjómílur frá strönd. Við lendum ítrekað í því að þurfa að biðja skip um að sigla nær ströndinni þegar veikir eða slasaðir menn eru um borð. Í það fer mikill tími í stað þess að hægt væri að sinna útkallinu strax. Ef skip eða flugvél ferst fyrir utan 150 sjómílur, er þyrlubjörgun illframkvæmanleg án TF-SIF,“

...