Múlakot Ljósakvöld verður í Guðbjargargarði á laugardagskvöld.
Múlakot Ljósakvöld verður í Guðbjargargarði á laugardagskvöld. — Ljósmynd/Sigmundur Felixsson

Ljósakvöld verður í Guðbjargargarði við gamla bæinn í Múlakoti í Fljótshlíð laugardagskvöldið 7. september kl. 19.30. Nafnið er dregið af því að ljós eru kveikt í garðinum og efnt til samkomu til stuðnings endurreisninni í Múlakoti sem nú hefur staðið skipulega í 10 ár.

Vinafélag gamla bæjarins stendur fyrir viðburðinum og býður Björn Bjarnason formaður þess gesti velkomna. Pétur Hrafn Ármannsson arkitekt, starfsmaður Minjastofnunar Íslands, ræðir um verndun Múlakots og Ísólfur Gylfi Pálmason, fyrrv. alþingismaður, stjórnar fjöldasöng með gítarundirleik.

Þá verða kaffiveitingar bornar fram í garðinum.

Vinafélag gamla bæjarins í Múlakoti hefur frá því snemma árs 2015 stutt Sjálfseignarstofnunina Múlakot, sem var stofnuð 8. nóvember 2014 til að tryggja eftir mætti varðveislu menningarminja og minjalandslags

...