Meiri og betri aðlögun er brýnasta verkefni íslenskra stjórnvalda í málefnum innflytjenda samkvæmt nýrri úttekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), sem kynnt var í gær. Í úttektinni er rakið að undanfarinn áratug hafi innflytjendum hvergi í…

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Meiri og betri aðlögun er brýnasta verkefni íslenskra stjórnvalda í málefnum innflytjenda samkvæmt nýrri úttekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), sem kynnt var í gær.

Í úttektinni er rakið að undanfarinn áratug hafi innflytjendum hvergi í aðildarríkjum OECD fjölgað hlutfallslega meira en á Íslandi. Sömuleiðis sé atvinnuþátttaka þeirra hvergi meiri og raunar sé hún meiri en meðal innfæddra.

Hins vegar finnur OECD að því að innflytjendur aðlagist síður hér en víðast hvar í OECD, læri tungumálið miklu síður og eftirtektarvert sé hve margir innflytjendur hafi menntun, hæfni eða reynslu umfram það starf sem þeir sinni á Íslandi.

Í niðurstöðum úttektarinnar segir

...