Í ár eru 150 ár frá láti Sigurðar Guðmundssonar málara (1833-1874). Í tilefni þess verður hátíðardagskrá í Þjóðminjasafninu laugardaginn 7. september þar sem fjallað verður um ævistarf Sigurðar. Sigurður lærði um tíma við Konunglegu dönsku…
Kona í skautbúningi Sigurður hannaði búninginn. Þjóðbúningadagurinn er 7. september, á dánardægri hans.
Kona í skautbúningi Sigurður hannaði búninginn. Þjóðbúningadagurinn er 7. september, á dánardægri hans. — Ljósmynd/Sigfús Eymundsson 1837-1911, Þjóðminjasafnið

VIÐTAL

Kolbrún Bergþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Í ár eru 150 ár frá láti Sigurðar Guðmundssonar málara (1833-1874). Í tilefni þess verður hátíðardagskrá í Þjóðminjasafninu laugardaginn 7. september þar sem fjallað verður um ævistarf Sigurðar.

Sigurður lærði um tíma við Konunglegu dönsku listaakademíuna í Kaupmannahöfn en eftir að hann sneri aftur heim til Reykjavíkur vann hann við teiknikennslu, gerði mannamyndir og altaristöflur og hannaði íslenska skautbúninginn, en þess má geta að þjóðbúningadagurinn er 7. september, á dánardægri Sigurðar. Sigurður starfaði að leikhúsmálum og lauk við eitt leikrit, Smalastúlkan og útilegumaðurinn, sem var ekki sýnt fyrr en árið 1980. Hann hannaði leikbúninga, farðaði leikara og málaði leiktjöld.

...