Tæplega 300 milljónir króna eru ásett verð á jörðina Haga í Skorradal sem nú er til sölu. Þetta er við innst og sunnanvert Skorradalsvatn og nokkuð úrleiðis. Húsakostur er sagður vera barns síns tíma, svo sem gamalt en ónýtt íbúðarhús
Hagi Jörðin er afskekkt í dalnum.
Hagi Jörðin er afskekkt í dalnum. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Tæplega 300 milljónir króna eru ásett verð á jörðina Haga í Skorradal sem nú er til sölu. Þetta er við innst og sunnanvert Skorradalsvatn og nokkuð úrleiðis. Húsakostur er sagður vera barns síns tíma, svo sem gamalt en ónýtt íbúðarhús. Jörðin er vel gróin og er þar mikill sjálfsprottinn birkiskógur í grónu landi.

„Hagi er staður mikilla möguleika og Skorradalur er eftirsóttur,“ segir Magnús Leopoldsson, lögg. fasteignasali hjá Fasteignamiðstöðinni, sem er með jörðina í sölu. „Hagi er jörð með þá sérstöðu að sáralítið hefur verið byggt á henni og því er þetta í raun ónumið land. Þannig gætu nýir eigendur byrjað með nánast autt blað við að skipuleggja þarna sumarhúsalóðir eða eitthvað því skylt.“

Stærstan hluta 20. aldar bjó

...