„Þetta er afurð vinnu sem staðið hefur í mörg ár. Þessi saga byrjar í raun með máltækniáætlun stjórnvalda sem fór í gang af fullum krafti 2018,“ segir Vilhjálmur Þorsteinsson í samtali við Morgunblaðið
Hugbúnaðarátorítet Vilhjálmur Þorsteinsson Miðeindarmaður heimsótti Dagmál í fyrra og ræddi um gervigreind.
Hugbúnaðarátorítet Vilhjálmur Þorsteinsson Miðeindarmaður heimsótti Dagmál í fyrra og ræddi um gervigreind. — Morgunblaðið/Hallur Már

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

„Þetta er afurð vinnu sem staðið hefur í mörg ár. Þessi saga byrjar í raun með máltækniáætlun stjórnvalda sem fór í gang af fullum krafti 2018,“ segir Vilhjálmur Þorsteinsson í samtali við Morgunblaðið. Vilhjálmur er stofnandi og eigandi hugbúnaðarfyrirtækisins Miðeindar sem er leiðandi á sviði máltækni og gervigreindar.

Undir hvort tveggja fellur Málfríður sem miðað við nafnið gæti verið íslensk kona af holdi og blóði auk þess sem hún er prófarkalesari – og orðin býsna slyng í íslenskum málfræðifrumskógi, þekkir skil á háttum sagna og leiðréttir hiklaust þar sem þær eiga betur heima í viðtengingarhætti en öðrum háttum og sumum málnotendum verður hreinlega hált á svellinu.

Málfríður er hins vegar ekki manneskja. Hún

...