Hún á sér nokkrar uppáhaldsrétti sem eiga vel við í haustbyrjun og sviptir hér hulunni af sinni uppáhaldspitsu en í henni er leynihráefni sem gerir botninn „djúsí“, eins og Margrét tekur sjálf til orða
— Morgunblaðið/Árni Sæberg

Sjöfn Þórðardóttr

sjofn@mbl.is

Hún á sér nokkrar uppáhaldsrétti sem eiga vel við í haustbyrjun og sviptir hér hulunni af sinni uppáhaldspitsu en í henni er leynihráefni sem gerir botninn „djúsí“, eins og Margrét tekur sjálf til orða. Margrét er heilsumarkþjálfi og arkitekt með ástríðu fyrir sjóböðum og heilbrigðum lífsstíl og þar fléttast mataræði sterkt inn. Matur er stór þáttur í lífi Margrétar og á haustin tekur ávallt ákveðin rútína við.

Mikilvægt að elska allan mat

„Haustið leggst mjög vel í mig. Mér finnst svo gott að gefa mér mikið frelsi í mataræði og lífsstíl á sumrin og svo er ég svo spennt að byrja í meiri rútínu á haustin. Á sumrin borða ég alls konar og fer oft seinna að sofa. Meira kæruleysi og slaki í öllu. Nenni oft ekki að elda, borða meira úti. Þetta veldur því

...