Sjö manns féllu í eldflaugaárás Rússa á borgina Lvív í vesturhluta Úkraínu í gærmorgun. Á meðal hinna föllnu voru móðir og þrjár dætur hennar, en fjölskyldufaðirinn lifði einn af árásina. Andrí Sadoví, borgarstjóri í Lvív, sagði að 64 hefðu særst í…
Lvív Lögreglu- og slökkviliðsmenn bera hér á brott lík eins þeirra sem féllu í árás Rússa á borgina Lvív í gærmorgun. Sjö féllu og 64 særðust í árásinni.
Lvív Lögreglu- og slökkviliðsmenn bera hér á brott lík eins þeirra sem féllu í árás Rússa á borgina Lvív í gærmorgun. Sjö féllu og 64 særðust í árásinni. — AFP/Yuriy Dyachyshyn

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Sjö manns féllu í eldflaugaárás Rússa á borgina Lvív í vesturhluta Úkraínu í gærmorgun. Á meðal hinna föllnu voru móðir og þrjár dætur hennar, en fjölskyldufaðirinn lifði einn af árásina. Andrí Sadoví, borgarstjóri í Lvív, sagði að 64 hefðu særst í árásinni, sem eyðilagði ekki bara nokkur íbúðarhús, heldur skemmdi einnig skóla og sjúkrahús í miðborg Lvív.

„Við munum ekki fyrirgefa óvininum og munum leita hefnda. Þeir munu finna fyrir helvíti meðan þeir lifa,“ sagði Sadoví á samskiptamiðlinum Telegram eftir árásina. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti fordæmdi einnig árásina og sagði hana vera enn eitt hryðjuverk Rússa. Þá skoraði hann á vestræna bandamenn Úkraínu að senda þeim langdrægar eldflaugar til þess að svara „hryðjuverkum Rússa“, en Rússar hafa hótað því

...