Litlu munaði að illa færi þegar skemmtiferðaskipið AIDAluna var að leggja frá Skarfabakka í Sundahöfn 14. júlí 2023. Á leiðinni út fór skipið nærri Skarfagarði og bauju við Pálsflögu. Veður var NV 13-21 m/s og sjávarhæð 1,9 metrar yfir stórstraumsfjöru
Sjóatvik Aðeins munaði örfáum metrum að AIDAluna sigldi á Skarfagarð. Haki reyndi að bægja hættunni frá.
Sjóatvik Aðeins munaði örfáum metrum að AIDAluna sigldi á Skarfagarð. Haki reyndi að bægja hættunni frá. — Ljósmynd/RNSA

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Litlu munaði að illa færi þegar skemmtiferðaskipið AIDAluna var að leggja frá Skarfabakka í Sundahöfn 14. júlí 2023.

Á leiðinni út fór skipið nærri Skarfagarði og bauju við Pálsflögu. Veður var NV 13-21 m/s og sjávarhæð 1,9 metrar yfir stórstraumsfjöru.

AIDAluna er rúmlega 69 þúsund brúttótonna skip og 252 metra langt. Farþegar voru 1.861 og í áhöfn voru 627.

Sama dag lenti annað skemmtiferðaskip, Silver Moon, í vandræðum í Sundahöfn og sigldi á hafnarkant. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur tekið saman drög að lokaskýrslu og sent til umsagnar. Nánari atvik verða upplýst þegar sú skýrsla verður birt. Silver Moon er 40 þúsund

...