Nýliðinn ágústmánuður var óhagstæður landsmönnum að öllu leyti. Það má lesa út úr tíðarfarsyfirliti mánaðarins sem Veðurstofan hefur birt. Stærsta fréttin er sú að meðalloftþrýstingur var sá lægsti sem mælst hefur í Reykjavík frá upphafi mælinga fyrir rúmlega tveimur öldum, eða árið 1820
Sumarið 2024 Dæmigerð mynd frá Reykjavík. Vegfarendur að berjast áfram í roki og rigningu. Svona hafa ófáir dagarnir verið í höfuðborginni.
Sumarið 2024 Dæmigerð mynd frá Reykjavík. Vegfarendur að berjast áfram í roki og rigningu. Svona hafa ófáir dagarnir verið í höfuðborginni. — Morgunblaðið/Eggert

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Nýliðinn ágústmánuður var óhagstæður landsmönnum að öllu leyti. Það má lesa út úr tíðarfarsyfirliti mánaðarins sem Veðurstofan hefur birt.

Stærsta fréttin er sú að meðalloftþrýstingur var sá lægsti sem mælst hefur í Reykjavík frá upphafi mælinga fyrir rúmlega tveimur öldum, eða árið 1820.

Meðalloftþrýstingur mánaðarins mældist 994,5 hektópasköl (hPa) sem er 13,1 hPa undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Á mörgum veðurstöðvum hefur hann aldrei mælst jafn lágur í ágúst.

Þessu fylgdi óvenjumikið hvassviðri í mánuðinum, einkum á norðanverðu landinu og Vestfjörðum. Vindur á landsvísu var 0,7 m/s yfir meðallagi áranna 1991 til 2020.

...