1972 „Þessir fáu blóðdropar svo og einn lítill hárlokkur voru eini skatturinn sem tekinn var.“ Stefán Halldórsson blaðamaður.
Höfuðlagið mælt Hér má sjá vísindamenn mæla höfuð Helga Kristjánssonar sjómanns á Húsavík sumarið 1972.
Höfuðlagið mælt Hér má sjá vísindamenn mæla höfuð Helga Kristjánssonar sjómanns á Húsavík sumarið 1972. — Ljósmynd/SS

Baksvið

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Á síðustu öld fóru fram á Íslandi umfangsmiklar mannfræðirannsóknir undir stjórn dr. Jens Pálssonar mannfræðings. Að þessu verkefni komu tugir manna, sérfræðingar og aðstoðarfólk, Íslendingar jafnt sem útlendingar.

Þetta vakti að vonum mikla athygli og í ágústmánuði 1972 var tíðindamaður Morgunblaðsins mættur til Selfoss. Fréttastjórinn hafði falið Stefáni Halldórssyni verkefnið. Stefán er einn fjölmargra sem unnið hafa sem blaðamenn á Morgunblaðinu. Hann stoppaði stutt við á blaðinu eða árin 1971-74. Hann haslaði sér síðar völl í atvinnulífinu sem rekstrarhagfræðingur og var með vinsæla tónlistarþætti á RÚV.

Heilsíðugrein Stefáns birtist í blaðinu 26. ágúst 1972, prýdd myndum

...