Fundarhöld Ráðherra á fyrsta fundi aðgerðahópsins í gær.
Fundarhöld Ráðherra á fyrsta fundi aðgerðahópsins í gær. — Ljósmynd/Stjórnarráðið

Nýskipaður aðgerðahópur vegna ofbeldis í garð og á meðal barna hóf störf í gær. Hópnum er falið að hrinda í framkvæmd aðgerðum sem mennta- og barnamálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið kynntu á blaðamannafundi 25. júní sl. og aðgerðum heilbrigðisráðuneytisins er lúta að heilbrigði og vellíðan barna. Er þess vænst að hópurinn skili niðurstöðum sem fyrst en hann er settur á fót í kjölfar þess að 17 ára stúlka lést í hnífstunguárás á Menningarnótt.

Í tilkynningu á vef ráðuneytanna segir að með aðgerðunum sé ætlunin að sporna við þróun í átt að auknu ofbeldi, auka forvarnarstarf og leiða saman fjölbreytta þjónustu- og viðbragðsaðila í samstilltu átaki gegn vaxandi ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi.

Starfshópnum er ætlað að forgangsraða aðgerðum, móta áætlun um framkvæmd og innleiðingu þeirra, fylgja innleiðingunni eftir og

...