Tilnefnd Glódís Perla Viggósdóttir er í allra fremstu röð í heiminum.
Tilnefnd Glódís Perla Viggósdóttir er í allra fremstu röð í heiminum. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og þýsku meistaranna Bayern München, er í hópi 20 bestu knattspyrnukvenna heims sem tilnefndar eru í árlegu kjöri France Football, Gullboltanum, eða Ballon d’Or. Hún er þar með fyrst íslenskra knattspyrnumanna til að komast í þann úrvalshóp þeirra bestu. Niðurstaðan verður birt í hófi í París mánudaginn 28. október en handhafi titilsins frá 2023 er Spánverjinn Aitana Bonmati.