Karlinn á Laugaveginum fékk sendinguna frá kerlingunni í Vísnahorninu í gærmorgun, þar sem hún kannaðist ekkert við að borða súrsað rengi og sagði hann ruglast á sér og mömmu sinni. Hann var fljótur til svars: Mínar eru minningar misjafnar á ýmsan…

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Karlinn á Laugaveginum fékk sendinguna frá kerlingunni í Vísnahorninu í gærmorgun, þar sem hún kannaðist ekkert við að borða súrsað rengi og sagði hann ruglast á sér og mömmu sinni. Hann var fljótur til svars:

Mínar eru minningar

misjafnar á ýmsan veg

kerlingin sem krakki var

kát og fjörug – skemmtileg.

Oftlega í léttum leik

við létumst veislu halda þá;

sjálfsagt var það svínasteik,

silungur og lúða grá.

Þar á ýmsu áttum val

inn til þín þá bar það,

þó ekki súran

...