Þórólfur Jónsson fæddist 5. september 1974 í Reykjavík. Hann ólst upp í Mosfellsbænum og gekk þar í grunnskóla.

„Foreldrar mínir byggðu í Reykjahverfinu í útjaðri bæjarins, sem þá hét Mosfellssveit. Það var þá hálfgerð blanda af bæ og sveit, þar var landbúnaður stundaður í fögru umhverfi þar sem stutt er í fjöll og vötn. Reykjalundur var í næsta nágrenni, sem og Álafosskvosin. Þetta var ævintýralegt umhverfi fyrir okkur krakkana í hverfinu. Ég bar þá út blöð og hjólaði um nágrennið á hverjum degi og var farinn að þekkja þar hverja þúfu. Síðar tóku mótor- og fjórhjól við og þá gat maður farið víðar og hraðar yfir.“

Að loknu grunnskólanámi hóf Þórólfur nám við Verzlunarskóla Íslands og stundaði þar nám við stærðfræðideild. „Verzlunarskólinn var frábær skóli. Þar var margt skemmtilegt brallað og þar mynduðust dýrmæt tengsl við

...