Átta beinagrindur, leirkerabrot og hnappar úr koparblöndu eru meðal þess sem fundist hefur í fornleifarannsókn síðustu vikna við Bessastaðakirkju á Álftanesi. Til stendur að leggja nýjan gangstíg frá bílastæði að kirkjunni og bæta þar aðgengi fatlaðs fólks
Bein Margt býr í moldinni eins og stundum er sagt. Nokkrar þeirra jarðnesku leifa sem fundist hafa í rannsókn allra síðustu mánuði.
Bein Margt býr í moldinni eins og stundum er sagt. Nokkrar þeirra jarðnesku leifa sem fundist hafa í rannsókn allra síðustu mánuði. — Ljósmynd/Hulda Björk Guðmundsdóttir

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Átta beinagrindur, leirkerabrot og hnappar úr koparblöndu eru meðal þess sem fundist hefur í fornleifarannsókn síðustu vikna við Bessastaðakirkju á Álftanesi. Til stendur að leggja nýjan gangstíg frá bílastæði að kirkjunni og bæta þar aðgengi fatlaðs fólks. Vegna þessa þarf að skipta um jarðveg við kirkjuna og fjarlægja steintröppur sem þar voru. Raski þessu fylgir, eins og minjalög kveða á um, að kanna þurfti hvort á svæðinu væru fornminjar og í ljósi sögunnar var raunar ástæða til að ætla

...