„Bíddu aðeins, ég ætla að fara inn í herbergi.“ Á þessum látlausu og hversdagslegu orðum hefst spjall við tvítugan Hafnfirðing, Gabríel Gauja Guðrúnarson, á Nøtterøy í Noregi, um hundrað kílómetra suður af Ósló
Skátasveitin Gabríel annar frá vinstri í fremri röð með breiðara spjótið, sænska Carl Gustaf-sprengjuvörpu.
Skátasveitin Gabríel annar frá vinstri í fremri röð með breiðara spjótið, sænska Carl Gustaf-sprengjuvörpu.

Viðtal

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

„Bíddu aðeins, ég ætla að fara inn í herbergi.“ Á þessum látlausu og hversdagslegu orðum hefst spjall við tvítugan Hafnfirðing, Gabríel Gauja Guðrúnarson, á Nøtterøy í Noregi, um hundrað kílómetra suður af Ósló.

Auðveldlega getum við Íslendingar gumað af því að hafa átt hirðskáld í þjónustu Noregskonunga, nægir þar að nefna Sighvat Þórðarson, skáld Ólafs helga Haraldssonar sem orti kynngimögnuð dróttkvæði um ferðir konungs og orrustur.

Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst – og þetta staðfestir viðmælandinn í þessu viðtali – hefur sagnaþjóðin stolta í norðri hins vegar aðeins átt einn son í lífvarðasveit Noregskonungs, Hans Majestet

...