Mikið óþol er gagnvart vaxandi straumi flóttafólks

Mikil fjölgun flóttamanna til vestrænna landa er víðar en hér orðin stjórnlítið vandamál sem stjórnvöld hafa misst öll tök á. Þeir eru til og vel kunnir, sem bregða ætíð yfir sig kufli hins góða manns og eru sem slíkir í eigin augum miklu betri og umburðarlyndari en allir aðrir.

Og það er einnig þekkt að í upphafi slíks straums, og áður en hann verður sjáanlegur og loks æði fyrirferðarmikill, þá leggja menn helst ekki í þann slag að impra á að öruggara og betra væri að ganga hægt um þennan stíg út í óvissuna.

Í flestum þeirra landa, sem smám saman eru að verða illa þjökuð og svo næsta stjórnlaus út af þessum ógöngum, þá spyrja menn varlega og í þröngum hóp á þessa leið, hver annan: „Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst og loks farið svona algjörlega úr böndunum?“

Og almenningur

...