„Ég elska lífið hjá Breiðabliki,“ sagði Samantha Smith, sóknarmaður Breiðabliks og leikmaður ágústmánaðar hjá Morgunblaðinu. „Stelpurnar í liðinu eru frábærar og aðstaðan og umgjörðin í Kópavogi er fyrsta flokks
Kópavogur Samantha Smith var hæst í M-einkunnagjöf Morgunblaðsins í ágúst, en hún gekk til liðs við Breiðablik frá FHL um miðjan mánuðinn.
Kópavogur Samantha Smith var hæst í M-einkunnagjöf Morgunblaðsins í ágúst, en hún gekk til liðs við Breiðablik frá FHL um miðjan mánuðinn. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Best

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

„Ég elska lífið hjá Breiðabliki,“ sagði Samantha Smith, sóknarmaður Breiðabliks og leikmaður ágústmánaðar hjá Morgunblaðinu.

„Stelpurnar í liðinu eru frábærar og aðstaðan og umgjörðin í Kópavogi er fyrsta flokks. Ég er mjög þakklát fyrir tækifærið því það er ekki sjálfgefið að spila fyrir jafn gott lið og Breiðablik. Í hreinskilni sagt hefur það komið sjálfri mér á óvart hversu vel ég hef smollið inn í liðið og hópinn. Allar þessar stelpur í Breiðabliki eru mjög góðar í fótbolta og það er auðvelt að spila með þeim.

Það er erfitt að lýsa tengingunni á milli okkar en á einhvern hátt vitum við alltaf hver af annarri, hvar við erum á vellinum og hvar við verðum. Það er mjög auðvelt

...