Kvoslækur Speight og Mozart ★★★★· Tónlist: John Anthony Speight (Cantus II, frumflutningur) og Wolfgang Amadeus Mozart (Divertimento nr. 3). Einleikur á fiðlu: Rut Ingólfsdóttir. Fjórtán manna strengjasveit. Konsertmeistari: Pétur Björnsson. Hljómsveitarstjóri: Hjörtur Páll Eggertsson. Tónleikar í Hlöðunni á Kvoslæk sunnudaginn 1. september 2024.
Hlýja Hjörtur Páll Eggertsson, John A. Speight og Rut Ingólfsdóttir.
Hlýja Hjörtur Páll Eggertsson, John A. Speight og Rut Ingólfsdóttir.

Tónlist

Magnús Lyngdal Magnússon

Það var búið að vera heldur þungbúið á Suðurlandi framan af helginni og að því er virtist haustveður í kortunum. Hins vegar var eins og hendi væri veifað um kaffileytið á þessum fyrsta degi septembermánaðar í Fljótshlíðinni þegar gesti bar að garði á Kvoslæk. Fáninn blakti við hún við Hlöðuna þar sem fram undan voru tónleikar sem hjónin Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra skipulögðu. Þau hafa haldið úti bæði tónleikum og fyrirlestrahaldi á Kvoslæk af miklum rausnarskap.

Á þessum lokatónleikum sumarsins rammaði nýtt verk eftir John Anthony Speight inn Divertimento (nr. 3 í F-dúr) eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Þannig kallaðist óræður en um leið ljóðrænn og á köflum dimmur strengjahljómurinn í verki Speights á við táp og

...