Uppfærður „samgöngusáttmáli“ seinkar enn frekar mikilvægum samgönguframkvæmdum í Reykjavík. Seinkunarsáttmáli er því réttnefni hans.
Kjartan Magnússon
Kjartan Magnússon

Kjartan Magnússon

Vanræksla í uppbyggingu samgöngumannvirkja í Reykjavík hefur leitt til óviðunandi ástands í umferðarmálum. Þetta ástand er til komið vegna baráttu vinstri borgarstjórnarmeirihluta, undir stjórn Samfylkingarinnar, gegn samgönguframkvæmdum.

Barist gegn samgöngubótum

Árið 2011 samdi vinstri meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur við þáverandi ríkisstjórn Samfylkingar og VG um svokallað samgöngustopp. Það fól í sér að engar meiri háttar samgöngubætur yrðu gerðar á stofnbrautum í Reykjavík í heilan áratug.

Samfylkingin og aðrir vinstri flokkar í borgarstjórn fylgdu samgöngustoppinu eftir árið 2014 með því að taka áform um ýmsar samgöngubætur af aðalskipulagi, t.d. mislæg gatnamót á fimm stöðum í borginni.

Endalaus

...