Ljósvaki gekk til hvílu á þriðjudagskvöld eins og hengdur upp á þráð, ætti með réttu að kalla það sprengjuþráð. Ekki var það vegna 18 holu golfhrings um daginn eða fjölskylduerja á heimilinu, enda engar slíkar til staðar þar sem hamingjan ein ríkir árið um kring
Sprengjuefni Vicky McClure er stórgóð.
Sprengjuefni Vicky McClure er stórgóð.

Björn Jóhann Björnsson

Ljósvaki gekk til hvílu á þriðjudagskvöld eins og hengdur upp á þráð, ætti með réttu að kalla það sprengjuþráð. Ekki var það vegna 18 holu golfhrings um daginn eða fjölskylduerja á heimilinu, enda engar slíkar til staðar þar sem hamingjan ein ríkir árið um kring.

Ástæðuna má rekja til fyrsta þáttar af breskum spennuþætti á RÚV, Trigger Point, sem RÚV þýðir beint sem Kveikjupunkt. Spennustigið var hátt og allar taugar þandar til hins ýtrasta.

Þetta er önnur þáttaröð hjá þeim bresku þar sem fylgst er með sprengjusérfræðingi lögreglunnar í Lundúnum, Lönu Washington, og félögum hennar. Leikkonan Vicky McClure fer með hlutverkið en margir muna eftir henni úr spennuþáttunum Line of Duty.

...