Einn fararmáti á ekki að útiloka annan – framtíðin á að fela í sér valfrelsi og sveigjanleika.
Hildur Björnsdóttir
Hildur Björnsdóttir

Hildur Björnsdóttir

Það er lífsgæðamál að bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Það var því fagnaðarefni þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður árið 2019, en hann tryggði stóraukin framlög til nauðsynlegra samgönguframkvæmda á svæðinu.

Sáttmálinn átti að tryggja breiða fjárfestingu í fjölbreyttum samgöngum. Stærstum hluta fjármagnsins skyldi varið til stofnvegaframkvæmda, því næst skyldi fjárfest í öflugum almenningssamgöngum og loks bættum innviðum fyrir gangandi og hjólandi. Unnið yrði út frá því markmiði að fjölga notendum almenningssamgangna en þó gengið út frá þeirri forsendu að áfram færu flestir leiðar sinnar á bíl.

Það sem ber að fagna

Sáttmálinn tók nýverið nokkrum breytingum eftir 17 mánaða endurskoðunarvinnu. Í kjölfarið var tryggð

...